Áhrif breyttra reglna á CAD hlutfall Lánasjóðs sveitarfélaga


Í gær, 13. apríl 2011, tóku gildi reglur FME nr. 378/2011 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Eiginfjárhlutfall (CAD) sjóðsins var 78% um seinustu áramót, uppreikningur eiginfjárhlutfalls samkvæmt nýju reglunum hefði gefið 48%.

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.