Vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur allt flug um Keflavíkurflugvöll legið niðri frá því kl. 9.00 í gærmorgun. Samkvæmt núverandi veður- og öskuspám er gert ráð fyrir að flogið verði um Keflavíkurflugvöll í kvöld og samkvæmt áætlun á morgun. Ef þessar spár ganga eftir og ef ekki verða frekari truflanir vegna gossins þá má gera ráð fyrir tjón Icelandair Group verði ekki verulegt og að afkomuspá ársins haldist óbreytt.

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími 665 8801

Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group sími 840 7010