Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur


Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.
 

Aðalmiðlurum á skuldabréfamarkaði er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin. Seðlabankinn býðst til að kaupa 72 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 30 0701. Tilboðum skal skilað eigi síðar en 16. ágúst 2011. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðsins er að finna í útboðskilmálum.
 

Markmið þessara aðgerða er að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabanki Íslands nýtti til kaupa á krónum í fyrra útboði og selja krónur til aðila sem tilbúnir eru til að eiga þær í a.m.k. 5 ár. Þetta er gert með því að bjóða aðilum sem eiga gjaldeyri sem ekki er skilaskyldur að kaupa löng skuldabréf ríkissjóðs sem verða í vörslu í 5 ár. Aðgerðin stuðlar þannig jafnframt að því að fjármagna ríkissjóð á hagkvæman hátt til langs tíma og draga þannig úr endurfjármögnunarþörf á meðan losað er um gjaldeyrishöft.

Sjá viðhengi.

Nánari upplýsingar veita Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands í síma 5699600.


Attachments