Útgáfa á RIKS 30 0701 í tengslum við losun gjaldeyrishafta


Í dag 16. ágúst birti Seðlabanki Íslands niðurstöður úr öðru útboðinu þar sem bankinn bauðst til þess að kaupa evrur gegn afhendingu á ríkisbréfum í verðtryggða flokknum RIKS 30 0701. Aðgerðin sem er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum mun draga úr árlegri endurfjármögnunarþörf ríkissjóðs. Samtals voru seld bréf í flokknum fyrir 711.874.251 kr. að nafnverði.

Meðfylgjandi er ofangreind frétt Seðlabankans.