Landsvirkjun kaupir til baka skuldabréf fyrir 10 milljónir evra


Landsvirkjun hefur samþykkt að kaupa til baka erlent skuldabréf sem fellur á gjalddaga á árinu 2013 fyrir 10 milljónir evra að nafnvirði (1,6 milljarðar króna). 

Endurkaupin eru liður í skulda- og lausafjárstýringu fyrirtækisins þar sem rúm lausafjárstaða er notuð til að lækka fjármagnskostnað fyrirtækisins.

 

Reykjavík, 30. september 2011

 

 

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
í síma 515-9010, netfang: rafnar@lv.is.