Útgáfuáætlun Reykjavíkurborgar fyrstu sex mánuði ársins 2012


Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 kemur fram að Reykjavíkurborg áætlar lántökur að fjárhæð 6.230 mkr vegna framkvæmda.

Stærð skuldabréfaflokksins RVK 09 1 er 14.515 mkr að nafnverði 28 desember 2011.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 22 desember sl. útgáfuáætlun vegna stækkunar skuldabréfaflokksins RVK 09 1 á tímabilinu janúar-júní 2012. Útboð munu því fara fram í eftirfarandi vikum. Einnig er tilgreind fyrirhuguð lántaka í einstökum útboðum enda áskilin réttur til að hafna öllum tilboðum eða jafnvel taka hærri fjárhæðum sé þess þörf og ásættanleg kjör í boði.

mars:   vika 12  (21.3.2012), 500 mkr í boði
apríl:    vika 17  (25.4.2012),  500 mkr í boði
maí:     vika 21  (23.5.2012), 500 mkr í boði
 

Tilkynnt verður um fyrirkomulag einstakra útboða í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi a.m.k 1 virkum degi fyrir útboð.

Reykjavíkurborg áskilur sér allan rétt til að víkja frá áætlun þessari og mun þá tilkynna um breytingar þar að lútandi í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi

 

Nánari upplýsingar gefur:

Birgir Björn Sigurjónsson

Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Sími: 411-1111