Flutningatölur desember 2011

Umsvif Icelandair Group jukust mikið á árinu 2011


Icelandair jók framboð sitt um 18% frá fyrra ári. Farþegar voru alls 1,75 milljón og fjölgaði um rúm 260 þúsund eða 18% og hefur félagið aldrei áður flutt jafnmarga farþega. Sætanýting á árinu var sú besta í sögu félagsins eða 79,3% og jókst um 0,9 prósentustig. Farþegar hjá Flugfélagi Íslands voru um 353 þúsund og fjölgaði um 3% á milli ára. Félagið lagði áherslu á aukið flug til Grænlands ásamt því að farþegum í innanlandsflugi fjölgaði á milli ára. Seldir tímar í leiguflugi stóðu nánast í stað á milli áranna 2011 og 2010. Fraktflutningar í áætlunarflugi jukust um 7%. Framboðnar gistinætur hjá Flugleiðahótelunum voru alls 253 þúsund og fjölgaði um 7% á milli ára. Herbergjanýtingin var 67,9%.  

Farþegar Icelandair í desember voru 100 þúsund og fjölgaði um 10% frá desember á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára í desember var 10% og sætanýtingin nam 74,2% og lækkar lítillega frá síðasta ári. Farþegar Flugfélag Íslands voru tæplega 25 þúsund í desember og fjölgaði þeim um 2% á milli ára. Seldum tímum í leiguflugi fækkaði á milli ára um 12%. Fraktflutningar jukust um 31% miðað við desembermánuð á síðasta ári. Herbergjanýting hjá Flugleiðahótelunum var 43,6% og jókst um 3,3 prósentustig miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Á árinu 2012 fagnar félagið 75 ára stofnafmæli sínu. Stofnun félagsins er rakin til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Félagið alla tíð kappkostað að markaðssetja Ísland sem áfangastað erlendra ferðamanna og sem hagkvæman kost í flugferðum yfir Atlantshafið. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi félagsins síðan 2008 og er áætlaður vöxtur í áætlunarflugi milli áranna 2009 og 2012 rúmlega 50%. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group: „Flugáætlun í millilandaflugi Icelandair verður á afmælisárinu sú stærsta frá upphafi. Ef áætlanir ganga eftir mun flugfarþegum fjölga um 250 þúsund frá árinu í ár og verða í kringum 2 milljónir. Einnig er ráðgert að auka flug Flugfélags Íslands til Grænlands ásamt því að auka markaðshlutdeild á leiguflugsmarkaði hér frá Íslandi m.a. með stofnun Ferð.is. Þá mun nýtt hótel verða opnað niðri við höfnina í Reykjavík á vormánuðum. Með þessum áframhaldandi vexti munum við halda áfram að styðja við íslenska ferðaþjónustu og íslenskt atvinnulíf ásamt því að leggja grunninn að traustum rekstri félagsins.“

 

ICELANDAIR DEC 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 100,118 10% 1,744,065 18%
Load Factor (%) 74.2% -0.4 ppt 79.3% 0.9 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 375,993 10% 6,169,070 18%
         
AIR ICELAND DEC 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 24,750 2% 353,127 3%
Load Factor (%) 64.0% 0.6 ppt 69.3% 1.1 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 12,198 3% 179,740 7%
         
CAPACITY DEC 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Fleet Utilization (%) 97.9% -2.1 ppt 93.5% -1.1 ppt
Sold Block Hours 2,886 -12% 34,524 0%
         
ICELANDAIR CARGO DEC 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Available Tonne KM (ATK´000) 11,945 16% 168,759 11%
Freight Tonne KM (FTK´000) 7,569 31% 77,991 7%
         
ICELANDAIR HOTELS DEC 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Available Hotel Room Nights 17,905 9% 253,052 7%
Sold Hotel Room Nights 7,811 18% 171,924 10%
Utilization of Hotel Rooms 43.6% 3.3 ppt 67.9% 1.9 ppt

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Attachments