Viðskiptayfirlit janúar - NASDAQ OMX Iceland

Heildarvelta í janúar 305 milljarðar, miðað við 211 milljarða í desember 2011


Reykjavík, 1. febrúar, 2012 – NASDAQ OMX gefur út viðskiptayfirlit mánaðarlega frá kauphöllum sínum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Helstu atriði úr viðskiptayfirliti NASDAQ OMX Iceland fyrir janúar eru eftirfarandi: 

  • Heildarviðskipti með hlutabréf í janúar námu 3.294 milljónum eða 150 milljónum á dag. Þessu til samanburðar nam veltan með hlutabréf í desember 3.914 milljónum eða 186 milljónum á dag.
  • Mest voru viðskipti með bréf Marels 1.697 milljónir, bréf Haga 1.073 milljónir, og bréf Icelandair 407 milljónir.
  • Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 5,1% milli mánaða og stendur nú í 956 stigum.
  • Landsbankinn var með mestu hlutdeildina á Aðalmarkaði 39,4%, Íslandsbanki með 23,6%, og Arion banki með 20,9%.
  • Heildarviðskipti með skuldabréf námu 302 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar til 13,7 milljarða veltu á dag samanborið við 9,9 milljarða veltu á dag í desember. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 204 milljörðum en viðskipti með íbúðarbréf námu 88 milljörðum.    
  • MP banki  var umsvifamestur á skuldabréfamarkaði með 25,9% hlutdeild, Íslandsbanki kom næst með 21,3% og þá Landsbankinn með 19,2%.

Frekari upplýsingar í viðhengi.

NASDAQ OMX Group, Inc. er stærsta kauphallarfyrirtæki heims. Það veitir viðskipta- og kauphallarþjónustu sem og almenna fyrirtækjaþjónustu í sex heimsálfum og með yfir 3.500 félög í viðskiptum er það í fararbroddi stærstu markaða heims. NASDAQ OMX býður félögum um allan heim upp á fjölda fjármögnunarkosta, þar á meðal U.S. listings market, NASDAQ OMX Nordic, NASDAQ OMX Baltic, NASDAQ OMX First North, og 144A geirann. Fyrirtækið  býður upp á viðskipti með fjölda eignaflokka, svo sem hlutabréf, afleiður, skuldabréf, hrávörur, samsettar vörur og kauphallarsjóði. NASDAQ OMX upplýsingatækni styður starfsemi rúmlega 70 kauphalla, greiðslustofnana og verðbréfamiðstöðva í yfir 50 löndum. NASDAQ OMX Nordic og NASDAQ OMX Baltic eru ekki lögaðilar en hugtakið lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq OMX kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi, Tallinn, Ríga og Vilníus. Fyrir frekari upplýsingar um NASDAQ OMX, sjá http://www.nasdaqomx.com. *Fylgdust með NASDAQ OMX on Facebook (http://www.facebook.com/pages/NASDAQ-OMX/108167527653) og Twitter (http://www.twitter.com/nasdaqomx). 

   

- # -

   

         NASDAQ OMX fjölmiðlatengill:
         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com
         s. 525 2844


Attachments