Flutningatölur janúar 2012

Fjöldi farþega til Íslands eykst um 28% á milli ára


Icelandair jók framboð sitt í janúarmánuði um 7% miðað við janúar á síðasta ári. Farþegaaukning á sama tíma nam 13%. Sætanýting var 69,1% og jókst um 3,5 prósentustig á milli ára. Sætanýtingin í janúar hefur aldrei verið hærri. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum félagsins en þó mest á markaðinum til Íslands þar sem aukningin nam 28%.

Flugfélag Íslands flutti tæplega 24 þúsund farþega í janúar. Sætanýtingin nam 64,9% og lækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi drógust saman og voru 9% færri en í janúar á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 20% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá Flugleiðahótelunum jókst um 12% á milli ára. Herbergjanýting var 45,8% og var 1,1 prósentustigi hærri en í janúar í fyrra.

 

ICELANDAIR JAN 11 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 93,184 13%
Load Factor (%) 69.1% 3.5 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 369,373 7%
     
AIR ICELAND JAN 12 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 23,721 0%
Load Factor (%) 64.9% -0.4 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 11,432 -1%
     
CAPACITY JAN 12 CHG (%)
Fleet Utilization (%) 88.5% -11.5 ppt
Sold Block Hours 2,921 -9%
     
ICELANDAIR CARGO JAN 12 CHG (%)
Available Tonne KM (ATK´000) 11,929 11%
Freight Tonne KM (FTK´000) 6,770 20%
     
ICELANDAIR HOTELS JAN 12 CHG (%)
Available Hotel Room Nights 18,445 12%
Sold Hotel Room Nights 8,440 15%
Utilization of Hotel Rooms 45.8% 1.1 ppt

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Attachments