Matsfyrirtækið Fitch hækkaði í dag lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands

Matsfyrirtækið Fitch hækkaði í dag lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BB+ og eru horfur stöðugar. Lánshæfismat Íslands er því á ný komið í fjárfestingaflokk hjá Fitch.


Matsfyrirtækið Fitch hækkaði í dag lánshæfiseinkunn Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BB+. Lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt var einnig hækkuð í F3 úr B og einkunnin fyrir lánshæfisþak Íslands í BBB- úr BB+. Lánshæfiseinkunnin BBB+ fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt var staðfest með stöðugum horfum.

Hér á eftir má finna lauslega þýðingu á fréttatilkynningu Fitch:

 

 


Attachments