Undirritun samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði


Fjármálaráðherra hefur falið Lánamálum ríkisins hjá Seðlabanka Íslands að gera samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði.

Aðilar að NASDAQ OMX á Íslandi, sem hafa starfsleyfi í samræmi við 1-3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og eigið fé að lágmarki 5 milljónum evra (EUR), sbr. 2. mgr. 14. gr. sömu laga og hafa nauðsynlegan búnað til þess að taka þátt í útboðum ríkisverðbréfa, geta óskað eftir því að gerast aðilar að samningunum.

Aðalmiðlarar hafa einir heimild til þess að leggja fram tilboð í útboðum þar sem ríkisverðbréf eru boðin til kaups eða sölu. Einnig fá þeir aðgang að verðbréfalánum ríkisverðbréfa í samræmi við reglur og skilmála.

Aðalmiðlarar annast viðskiptavakt á markflokkum ríkisverðbréfa í NASDAQ OMX á Íslandi. Aðalmiðlurum er skylt að setja fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 100 m.kr. í hvern markflokk ríkisbréfa með hliðsjón af hámarksmun sem tilgreindur er í samningunum.

Frekari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi sýnishorni af samningi í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Kauphallaraðilar sem hyggjast gerast aðalmiðlarar með ríkisverðbréf eru beðnir að mæta til undirritunar samninga klukkan 16:00 föstudaginn 16. mars 2012 í húsakynnum Seðlabanka Íslands að Kalkofnsvegi 1.


Attachments