Útgáfa á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki í tengslum við losun gjaldeyrishafta


Í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þann 25. mars 2011 um áætlun um losun gjaldeyrishafta kom m.a. fram að eigendur gjaldeyris muni eiga þess kost að kaupa krónur í útboðum Seðlabankans gegn því að binda þær í skuldabréfum sem útgefin verða af ríkissjóði Íslands.

Lánamál ríkisins mun gefa út nýjan verðtryggðan flokk RIKS 33 0321 fyrir gjaldeyrisútboð sem verður haldið 28 mars nk. Hinn nýi verðtryggði flokkur verður með svipaða uppbyggingu og RIKS 30 0701. Fyrst um sinn verður ekki um viðskiptavakt að ræða með flokkinn. Meðfylgjandi er lýsing á skilmálum bréfsins. Kaupverð á flokknum fyrir gjaldeyrisútboðið verður tilkynnt eftir lokun markaða kl. 16:00 þann 22. mars 2012.


Attachments