Leiðrétting: "36 þúsund farþega" í fyrstu línu hefur verið breytt í "136 þúsund farþega":

Í apríl flutti félagið í millilandaflugi 136 þúsund farþega og voru þeir 19% fleiri en í apríl á síðasta ári. Framboð í millilandaflugi var aukið um 19% og sætanýting jókst um 2,0 prósentustig og var 81,5%.  Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem sætanýting fer yfir 80 prósentustig í aprílmánuði.  Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum, en þó mest á N-Atlantshafsmarkaðnum þar sem aukningin nam 34%. Aukningin á ferðamannamarkaðinum til Íslands nam 13%.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 28 þúsund í apríl, sem er lækkun um 4% á milli ára.  Sætanýting nam 68,2% og var óbreytt frá fyrra ári. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 14% m.v. apríl á síðasta ári, þar sem fraktvélar í leiguflugsverkefnum voru einni færri en í fyrra. Fraktflutningar jukust um 30% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 20% frá apríl á síðasta ári. Herbergjanýting var 66,8%, eða 3 prósentustigum hærri en í apríl 2011.

INTERNATIONAL FLIGHTS APR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 136,554 19% 441,460 18%
Load Factor (%) 81.5% 2.0 ppt 77.2% 3.7 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 471,310 19% 1,570,045 13%
         
REGIONAL AND GREENLAND FLIGHS APR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 27,879 -4% 108,407 2%
Load Factor (%) 68.2% -0.1 ppt 70.0% 1.1 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 13,532 -7% 49,348 0%
         
CAPACITY APR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Fleet Utilization (%) 91.7% -2.9 ppt 88.2% -6.8 ppt
Sold Block Hours 2,568 -14% 10,681 -7%
         
CARGO APR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Available Tonne KM (ATK´000) 13,097 11% 49,790 10%
Freight Tonne KM (FTK´000) 7,279 30% 29,409 22%
         
HOTELS APR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Available Hotel Room Nights 19,146 20% 73,228 15%
Sold Hotel Room Nights 12,793 26% 46,213 31%
Utilization of Hotel Rooms 66.8% 3.0 ppt 63.1% 7.8 ppt

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010