Niðurstöður aðalfundar Farice sem haldinn var 11. maí 2012


Aðalfundur Farice ehf var haldinn þann 11.maí á skrifstofu félagsins að Smáratorgi 3, Kópavogi.

 

Helstu niðurstöður aðalfundar voru þessar:
 

  1. Kynnt var skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra.
     
  2. Ársreikningur fyrir árið 2011 var staðfestur.
     
  3. Samþykkt var að tap félagsins yrði ráðstafað til lækkunar á eigin fé félagsins.
     
  4. Samþykkt var tillaga um að þóknun fyrir stjórnarstörf yrði óbreytt, þ.e. kr. 75 þús á mánuði fyrir stjórnarmenn og kr. 150 þúsund á mánuði fyrir stjórnarformann.
     
  5. Í stjórn félagsins voru kjörnir:

 

Aðalmenn:

Karl Alvarsson,
Kristján Gunnarsson,
Magnús Bjarnason,
Ingþór Karl Eiríksson og
Pétur Ricther.
 

Varamenn:

Hafsteinn Hafsteinsson,
Kristin S. Konráðsdóttir,
Þorgerður Marinósdóttir,
Þórður Ólafur Þórðarson og
Guðrún Ögmundsdóttir.
 

  1. Samþykkt var tillaga um að endurskoðunarfélag félagsins yrði KPMG ehf.

 

Stjórn félagsins kom saman þennan sama dag og skipti með sér verkum þannig:

Formaður stjórnar:          Karl Alvarsson

Varaformaður:                  Kristján Gunnarsson