Eyrir Invest ehf. Hluthafafundur


Hluthafafundur Eyris Invest ehf., kt. 480600-2150, Skólavörðustíg 13, 101 Reykjavík, verður haldinn klukkan 12:00 þann 5. júní 2012 í húsakynnum félagsins.                                                                                                

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:

1. Breyting félagsins úr einkahlutafélagi í hlutafélag

Tillaga um að breyta félaginu úr einkahlutafélagi í hlutafélag í samræmi við ákvæði 107. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Gera verður breytingar á samþykktum félagsins til að uppfylla skilyrði laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

2. Rafræn skráning hluta

Tillaga um að skrá hlutafé félagsins með rafrænum hætti í samræmi við lög nr. 131/1997 um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Gera verður breytingar á ákvæðum 6. og 7. gr., samþykkta félagsins vegna rafrænu skráningarinnar.

3. Breyting samþykkta – meðferð hluta

Tillaga um að afnema allar hömlur á meðferð hluta í félaginu. Gera verður breytingar á 7. gr. samþykkta félagsins þannig að bann við sölu og veðsetningu hluta mun falla niður.

4. Önnur mál

Önnur mál löglega upp borin.

Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis viku fyrir fundinn.