Viðskiptayfirlit maí - NASDAQ OMX Iceland

Heildarvelta í maí 226 milljarðar, samanborið við 94 milljarða í apríl


Reykjavík, 1. júní, 2012 – NASDAQ OMX gefur út viðskiptayfirlit mánaðarlega frá kauphöllum sínum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Helstu atriði úr viðskiptayfirliti NASDAQ OMX Iceland fyrir maí eru eftirfarandi: 

  • Heildarviðskipti með hlutabréf í maí námu 4.687 milljónum eða 234 milljónum á dag. Þessu til samanburðar nam veltan með hlutabréf í apríl 3.675 milljónum eða 216 milljónum á dag.
  • Mest voru viðskipti með bréf Haga 1.767 milljónir, með bréf Marel 1.581 milljónir, og með bréf Icelandair Group, 958 milljónir.
  • Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 1,5% milli mánaða og stendur nú í 1068 stigum.
  • Íslandsbanki var með mestu hlutdeildina á Aðalmarkaði 26,8%, MP banki með 24,4% og Landsbankinn með 24,3%.
  • Heildarviðskipti með skuldabréf námu 221 milljörðum í maímánuði sem samsvarar til 11,1 milljarða veltu á dag, samanborið við 5,5 milljarða veltu á dag í apríl.
  • Alls námu viðskipti með ríkisbréf 159 milljörðum en viðskipti með íbúðarbréf námu 58 milljörðum. 
  • Landsbankinn var umsvifamestur á skuldabréfamarkaði með 28,8% hlutdeild, MP banki var næstur með 19,5% og þá Íslandsbanki með 17,5%.

Fyrir frekari upplýsingar um tölfræði og tölfræðiáskrift sjá viðhengi og http://nordic.nasdaqomxtrader.com/newsstatistics/ 

Um NASDAQ OMX

NASDAQ OMX Group, Inc. setti á fót fyrstu rafrænu kauphöllina og hefur ætíð verið frumkvöðull á sviði rafrænna viðskipta. Fyrirtækið eflir efnahagslíf með framsæknum tæknilausnum sem spanna allan viðskiptaferilinn – allt frá áhættustýringu til viðskipta, eftirlits og uppgjörs. Við starfrækjum 24 verðbréfamarkaði, 3 uppgjörshús og 6 verðbréfaskráningar í Bandaríkjunum og Evrópu, sem þjónusta viðskipti með hlutabréf, valrétti, skuldabréf, afleiður, hrávörur, framtíðarsamninga og samsettar vörur. Kerfi NASDAQ OMX geta afgreitt meira en 1 milljón skilaboða á sekúndu á hraða sem er innan við 80 míkrósekúndur á hvert skeyti og státa af 99,999% uppitíma. Þau þjóna meira en 70 kauphöllum í 50 þróuðum löndum og nýmarkaðslöndum og afgreiða 1 af hverjum 10 verðbréfaviðskiptum í heiminum. Verðlaunuð markaðsgögn og vísitölur okkar víðsvegar um heim eru lykilviðmið í fjármálageiranum. Um 3.400 fyrirtæki með heildarmarkaðsvirði í kringum 5,100 milljarða Bandaríkjadala eru skráð á NASDAQ OMX. Nýsköpun þessara fyrirtækja mótar samfélagið sem við búum í – þannig veitum við hugmyndum framtíðarinnar aðgang að fjármagni í dag. Nánari upplýsingar er að finna á www.nasdaqomx.com. Fylgist með okkur á Facebook (http://www.facebook.com/NASDAQog Twitter (http://www.twitter.com/nasdaqomx). (Auðkenni: NDAQ og í S&P 500 vísitölunni)

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi sem hann kynni að sækja.

- # -

 

NASDAQ OMX fjölmiðlatengill:

Kristín  Jóhannsdóttir

kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com

525 2844


Attachments