Islandsbanki hf. : Aðgerðir vegna peningamarkaðssjóða í samræmi við EES samninginn


Eftirlitsstofnun  EFTA  (ESA)  hefur  komist  að  þeirri  niðurstöðu að ákvörðun
þáverandi stjórnar bankans um kaup á verðbréfum af peningamarkaðssjóði hafi ekki
farið  í bága við EES samninginn. Í  tilkynningu frá ESA kemur fram að stofnunin
líti svo á að ráðstafanirnar hafi verið nauðsynlegar til að endurbyggja traust á
fjármálageiranum. Úrræðin hafi verið nauðsynleg og í samræmi við meðalhóf að því
marki að vernda fjárfesta fyrir enn stærra tapi á sparifé sínu.

Niðurstaða  ESA nær til átta fjárfestingarsjóða sem reknir voru af dótturfélögum
viðskiptabankanna  þriggja. Alls keyptu  bankarnir þrír eignir  að fjárhæð 82,2
milljarða króna sem voru í vörslu 8 sjóða, þar af 75,4% hjá  Nýja Landsbankanum,
15,4% hjá   Nýja Glitni  (nú Íslandsbanka)og  9,2% hjá Nýja  Kaupþingi (nú Arion
banka) samkvæmt tilkynningu frá ESA í september 2010.

Þegar   fjármálakreppan   skall   á   Íslandi  í  byrjun  október  2008 frestuðu
verðbréfasjóðir  innlausn á  hlutdeildarskírteinum til  þess að tryggja jafnræði
milli eigenda hlutdeildarskírteina. Verðbréfasjóðirnir voru í framhaldinu gerðir
upp og eigendur  hlutdeildarskírteina fengu greitt andvirði hlutdeildarskírteina
sinna.  Þetta gerðist að hluta til með  því að bankarnir keyptu eignir (að mestu
leyti  innlendar eignir) í  eigu sjóðanna á  viðskiptalegum forsendum. Eignirnar
sem  voru keyptar voru  metnar á faglegan  hátt enda þótt  það hafi verið gert á
óvissutímum.  Verðið sem greitt var fyrir eignirnar var ákveðið af stjórnum nýju
bankanna á grundvelli verðmats utanaðkomandi ráðgjafa (endurskoðunarfyrirtækja).

Þann 27. júní tilkynnti ESA að þær ráðstafanirnar sem gripið var til við stofnun
Íslandsbanka haustið 2008 hafi einnig verið í samræmi við ríkisstyrkjareglur EES
samningsins.  Þannig hefur  tveimur veigamiklum  óvissuþáttum er varða starfsemi
Íslandsbanka verið eytt.



Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

"  Það er mikilvægt  að komin sé  niðurstaða í þessi  tvö mál sem  ESA hafði til
rannsóknar vegna Íslandsbanka,en bankinn var fyrstur af viðskiptabönkunum þremur
til  að fá  samþykki ESA  fyrir stofnun  og starfsemi  bankans. Nú liggur einnig
fyrir  staðfesting á því að þær ráðstafanir sem bankinn greip til haustið 2008,
þar  sem hagsmunir  um 9.000 viðskiptavina  bankans voru  hafðir að leiðarljósi,
voru réttar."



Nánari upplýsingar veita

Fjárfestatengill - Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma
440 3187 / 844 3187.

Upplýsingafulltrúi - Guðný Helga Herbertsdóttir,
gudny.helga.herbertsdottir@islandsbanki.is  og í síma 440 3678 / 844 3678.


[HUG#1625999]