Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - 6 mánaða uppgjör 2012


Afkoma fyrstu 6 mánaða 2012
 

Hagnaður tímabilsins nam 430 milljónum króna miðað við 519 milljónir króna á sama tímabili árið 2011 og var í samræmi við væntingar sjóðsins.  Lækkun hagnaðar milli ára skýrist af lægri vöxtum framan af árinu samanborið við sama tímabil 2011.
 
Meginhlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útborguð langtímalán á tímabilinu námu 3.765 m.kr. samanborið við 3.495 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um eigið fé fjármálafyrirtækja er 59% og hækkar úr 58% frá áramótum. 

Framtíðarhorfur
 

Lánasjóðurinn mun starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar sem stefnt hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögunum lánsfé á hagstæðum kjörum.

 

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 29. ágúst 2012 í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Kynningin hefst kl. 08:30.

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.

 


Attachments