Reykjavíkurborg – Breyting á útgáfuáætlun 2012


Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. október breytingu á útgáfuáætlun. Ný útgáfuáætlun gerir ráð fyrir að gefin verði út skuldabréf að nafnverði 3.115.000.000 ISK í stað 6.230.000.000 ISK.

Reykjavíkurborg hefur verið að gefa út skuldabréf í flokkum RVK 09 1 og RVK 19 1. Útgáfa á RVK 09 1 hefur verið 1.575.000.000 ISK það sem af er árinu 2012 og útgáfa RVK 19 1 nemur 585.000.000 ISK. Samtals nemur því útgáfa ársins 2.160.000.000 ISK.

Samkvæmt breyttri útgáfuáætlun á eftir að gefa út skuldabréf að nafnverði 955.000.000 ISK og fyrirhuguð eru útboð þann 21. nóvember og 12. desember nk.

 

Nánari upplýsingar gefur:

Birgir Björn Sigurjónsson

Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Sími: 693-9321