Félagið flutti 172 þúsund farþega í millilandaflugi í október og voru þeir 18% fleiri en í október á síðasta ári. Framboðsaukning  var 21% á milli ára. Sætanýting nam 80,6% samanborið við 81,4% í október  2011.  Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum líkt og í fyrri mánuðum eða um 37%.  Farþegaaukning á ferðmannamarkaðinum til Íslands nam 16%.  Fjöldi farþega í millilandaflugi á tímabilinu janúar - október nam 1,77 milljónum sem er umfram farþegafjölda alls ársins 2011 sem var 1,75 milljónir.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru um 29 þúsund í október og fækkaði um 1% á milli ára.  Sætanýting nam 76,6% og jókst um 9,3 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 2% m.v. október á síðasta ári, þar sem fraktvélar í leiguflugsverkefnum voru einni færri en í fyrra.  Fraktflutningar jukust um 14% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 24% frá október á síðasta ári. Herbergjanýting var 67,6% og var 4,3 prósentustigum hærri en í október 2011.

 

MILLILANDAFLUG OKT 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Fjöldi farþega 172.015 18% 1.769.887 15%
Sætanýting 80,6% -0,8 ppt 81,6% 1,8 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000) 623.679 21% 6.195.498 14%
         
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG OKT 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Fjöldi farþega 28.971 -1% 295.132 0%
Sætanýting 76,6% 9,3 ppt 69,1% 0,0 ppt
Framboðnir sætiskm. ('000) 12.315 -12% 156.091 0%
         
LEIGUFLUG OKT 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 0,0 ppt 93,1% 0,0 ppt
Seldir blokktímar 2.551 -2% 26.560 -9%
         
FRAKTFLUTNINGAR OKT 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 16.094 12% 154.885 7%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 8.266 14% 74.476 18%
         
HÓTEL OKT 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 22.940 24% 249.094 15%
Seldar gistinætur 15.512 33% 185.824 21%
Herbergjanýting 67,6% 4,3 ppt 74,6% 3,7 ppt

  

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010