Kaup á skuldabréfum og greiðsla inn á lánssamninga


Þann 7. september sl. tilkynnti Reykjaneshöfn um fyrirhuguð 700 milljóna króna endurkaup skráðra skuldabréfa og greiðslur inn á lánssamninga og þann 12. nóvember setti Reykjaneshöfn fram eftirfarandi tilboð:

Eigendum skuldabréfa í [flokkunum RNH 16 1015 og RNH 27 0415] og sambærilegra lánssamninga er boðið að selja eða fá greitt inn á lánssamningana í hlutfalli við bókfærða stöðu með áföllnum vöxtum og verðbótum allt að 16,5%. Kaup á skuldabréfum miða við 6% kröfu. Ef einhverjir eigendur nýta ekki rétt sinn samkvæmt þessu tilboði að fullu stendur öðrum til boða að selja fyrir þá fjárhæð sem út af stendur og skiptist þá sú fjárhæð sem til ráðstöfunar verður á milli áhugasamra í hlutfalli við fjölda þeirra.

Reykjaneshöfn hefur nú greitt inn á lánssamninga og keypt skuldabréf á markaði í samræmi við þetta tilboð fyrir samtals kr. 701.368.589 og skiptist sú fjárhæð sem hér segir:

  • Kaup á RNH 16 1015 að nafnvirði kr. 313.065.601, kaupverð kr. 365.463.282.
  • Kaup á RNH 27 0415 að nafnvirði kr. 91.259.847, kaupverð kr. 98.633.375.
  • Greiðslur inn á lánssamninga sem eru sambærilegir við RNH 16 1015 samtals kr. 237.271.932.

Uppgjör viðskipta fór fram föstudaginn 16. nóvember 2012.

Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf. var ráðgjafi og  umboðsmaður Reykjaneshafnar í þessu verkefni.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar í síma 420-3222.