Niðurstöður viðbótarútgáfu

Útboð RIKB 22 1026 viðbótarútgáfa


Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 18. janúar sl. stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér kaupréttinn í RIKB 22 1026 fyrir 147 m.kr.  Selt magn í flokki RIKB 22 1026 nemur því 5.807 m kr. að nafnvirði. Uppgjör er 23. janúar 2013.