Ársreikningur Snæfellsbæjar fyrir árið 2012


Fimmtudaginn 11. apríl 2013 var ársreikningur Snæfellsbæjar 2012 afgreiddur í bæjarráð til fyrri umræðu í bæjarstjórn.  Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Fyrri umræða um ársreikninginn var fimmtudaginn 11. apríl 2013 og síðari umræða verður þriðjudaginn 30. apríl n.k.

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar, sem eru: Félagsheimilið Klifi, Félagsheimilið Röst, Veitustofnanir Snæfellsbæjar, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar, Leiguíbúðir með hlutareign og Dvalarheimilið Jaðar.

 

Rekstur Snæfellsbæjar góður

Rekstur Snæfellsbæjar gekk þokkalega vel á árinu og var rekstrarniðurstaðan nokkuð betri en áætlun gerði ráð fyrir.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 1.784  millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.646 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.410 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.306 millj. króna.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð að fjárhæð um 106 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 37 millj. króna afkomu. Afkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 69 millj. króna.  Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 72 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 35 millj. króna afkomu. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 37 millj. króna.

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 842 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 146 stöðugildum í árslok.

Veltufé frá rekstri var 166 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,22.  Handbært frá rekstri var 161 millj. króna.

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 3.058 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 3.893 millj. króna í árslok 2012. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.299 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 1.716 millj. króna, og lækkuðu þar með milli ára um 60 milljónir.  Eigið fé bæjarsjóðs nam um 1.758 millj. króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam um 2.177 millj. króna í árslok 2012.  Eiginfjárhlutfall er 57,5% á á árinu 2012 en var 52,89 árið áður.

Fjárfestingarhreyfingar voru 115 milljónir og fjármögnunarhreyfingar 57,7 milljónir á árinu 2012. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 115 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og engin ný lán voru tekin en greiddi niður lán að fjárhæð 57,7 milljónir.

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 82,8% hjá sjóðum A-hluta, en var 101,78% árið 2011, og 88,84% í samanteknum ársreikningi en var 104,55 árið 2011.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,48 %. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,44% á íbúðarhúsnæði og álagningarhlutfall á aðrar fasteignir nam 1,55%.

 

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri, Kristinn Jónasson, í síma 433-6900, eða á kristinn@snb.is

Hægt verður að nálgast ásreikninginn á bæjarskrifstofunni Klettsbúð 4, Hellissandi, sími 433-6900. Einnig á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is.


Attachments

lykiltölur.pdf Snæfellsbær samstæða 2012.pdf