NASDAQ OMX ICELAND BÝÐUR VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF. VELKOMIÐ Á AÐALMARKAÐINN


Reykjavík, 24. apríl, 2013 -  NASDAQ OMX (NASDAQ:NDAQ) tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. VÍS tilheyrir fjármálageiranum og flokkast sem lítið félag (e. small cap). VÍS er annað félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Nordic á árinu, en það fyrsta á NASDAQ OMX Iceland. Það er einnig fyrsta tryggingafélagið á íslenska markaðnum. Viðskipti  með VÍS verða undir auðkenninu VIS.

VÍS er leiðandi fyrirtæki á sviði vátrygginga á Íslandi.  Félagið var stofnað í febrúar 1989 við samruna Samvinnutrygginga og Brunabótafélags Íslands og rekur því sögu sína til ársins 1917.  VÍS nýtur sterkrar stöðu á íslenskum vátryggingamarkaði með liðlega þriðjungs markaðshlutdeild. Félagið býður upp á víðtæka vátryggingaþjónustu til viðskiptavina sinna þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf um vátryggingavernd, gæði í þjónustu, skilvirkni og sveigjanleika.. Félagið starfrækir 41 þjónustuskrifstofu víðsvegar um land og eru starfsmenn fyrirtækisins um 225 talsins í um 216 stöðugildum. VÍS leggur áherslu á að starfsmenn og umboðsmenn félagsins vinni eftir grunngildum félagsins sem eru umhyggja, fagmennska og árangur.

„Skráning í Kauphöllina eru ánægjuleg tímamót í sögu VÍS. Eftirspurnin í útboðinu endurspeglar þá trú sem fjárfestar hafa á rekstri og framtíðarhorfum  fyrirtækisins. Dreifð eignaraðild með tæplega 5000 hluthöfum  fer vel saman við okkar starfsemi þar sem VÍS þjónar stórum og fjölbreyttum hópi viðskiptavina um allt land. Ég þakka fyrir traustið sem okkur er sýnt í þessu vel heppnaða útboði og hlakka til samstarfs við nýja hluthafa” segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.

„Við óskum VÍS til hamingju með góðar viðtökur í nýafstöðnu útboði og bjóðum félagið hjartanlega velkomið á markað. Skráning félagsins er enn eitt dæmið um stöðuga uppbyggingu hlutabréfamarkaðar hér á landi, enda fyrsta tryggingafélagið sem kemur í Kauphöllina eftir að enduruppbygging hófst.” sagði Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland. „NASDAQ OMX veitir VÍS einstakan aðgang að fjárfestum og að fjármagni til framtíðarvaxtar. Við hlökkum til að vinna með félaginu.”

Arion banki er umsjónaraðili með skráningunni sem og viðskiptavaki ásamt Landsbankanum.  

 

#

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi sem hann kynni að sækja.

 

About NASDAQ OMX Group

NASDAQ OMX Group, Inc., frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, eflir efnahagslíf og býður upp á framsæknar tæknilausnir sem spanna allan viðskiptaferilinn – frá áhættustýringu til viðskipta, eftirlits og uppgjörs. Við starfrækjum 24 verðbréfamarkaði, 3 uppgjörshús og 6 verðbréfaskráningar í Bandaríkjunum og Evrópu, sem þjónusta viðskipti með hlutabréf, valrétti, skuldabréf, afleiður, hrávörur, framtíðarsamninga og samsettar vörur. Kerfi NASDAQ OMX geta afgreitt meira en 1 milljón skilaboða á sekúndu á hraða sem er innan við 80 míkrósekúndur á hvert skeyti og státa af 99,999% uppitíma. Þau þjóna meira en 70 kauphöllum í 50 þróuðum löndum og nýmarkaðslöndum og afgreiða 1 af hverjum 10 verðbréfaviðskiptum í heiminum. Verðlaunuð markaðsgögn og vísitölur okkar víðsvegar um heim eru lykilviðmið í fjármálageiranum. Við erum heimili 3.300 fyrirtækja með heildarmarkaðsvirði í kringum 6 milljarða Bandaríkjadala, hvers nýsköpun móta samfélagið okkar, og veitum hugmyndum framtíðarinnar aðgang að fjármagni í dag. Velkomin þangað sem heimurinn tekur daglega stórt stökk fram á við. Velkomin til NASDAQ OMX aldarinnar. Nánari upplýsingar er að finna á www.nasdaqomx.com. Fylgist með okkur á Facebook (http://www.facebook.com/NASDAQ) og Twitter (http://www.twitter.com/nasdaqomx). (Auðkenni: NDAQ og í S&P 500 vísitölunni).

         Kristín Jóhannsdóttir
         868 9836
         kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com


Attachments

Nasdaq omx iceland býður Vátryggingafélag íslands hf.pdf