Stafsetningarvilla í fyrirsögn enskrar útgáfu tilkynningarinnar var leiðrétt.

  • Tap eftir skatta nam 18,3 milljónum USD samanborið við 13,2 milljónir USD árið áður.
  • Afkoma fjórðungsins betri en upphafleg afkomuspá.
  • EBITDA var neikvæð um 8,3 milljónir USD samanborið við 3,0 milljónir USD árið áður.
  • Farþegatekjur jukust um 24% á milli ára.
  • Heildartekjur jukust um 10%.
  • Eiginfjárhlutfall 32% í lok mars.
  • Handbært fé frá rekstri 78,5 milljónir USD samanborið við 86,1 milljón USD árið áður.

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Afkoma Icelandair Group í fjórðungnum var betri en afkomuspár okkar gerðu ráð fyrir og áætlanir um áframhaldandi vöxt gengu eftir. Framboð í millilandaflugi jókst um tæpan fjórðung á fyrstu þremur mánuðum ársins og farþegafjöldi jókst í takt við það og nam 18%. Fjöldi farþega jókst mest á N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 40%.  Farþegum til Íslands fjölgaði einnig töluvert frá síðasta ári sem hefur haft jákvæð áhrif á alla ferðaþjónustu á Íslandi. Viðsnúningur hefur orðið í fraktstarfsemi félagsins. Þar hefur verið dregið markvisst úr leiguflugsverkefnum og áhersla aukin á áætlunarflug með frakt sem er að skila góðum árangri.

Í byrjun árs gáfum við út EBITDA spá fyrir árið 2013 sem nam 115-120 milljónum dala. Afkoma fyrsta ársfjórðungs var nokkuð betri en sú spá gerði ráð fyrir auk þess sem rekstrarfhorfur eru almennt jákvæðar. Miðað við uppfærðar forsendur er gert ráð fyrir að EBITDA á árinu muni nema 122-127 milljónum dala.“

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801