NASDAQ OMX ICELAND BÝÐUR N1 VELKOMIÐ Á AÐALMARKAÐINN


Reykjavík, 19. desember, 2013 -  NASDAQ OMX (NASDAQ:NDAQ) tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf verslunar- og þjónustufyrirtækisins N1 hf. (N1) á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. N1 tilheyrir atvinnugreininni neytendaþjónustu og flokkast sem lítið félag (e. small cap). N1 er sextánda félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Nordic á árinu og það þriðja á NASDAQ OMX Iceland. Viðskipti  með félagið verða undir auðkenninu N1.

N1 er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Félagið sér fólki og fyrirtækjum um land allt fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu með öflugu dreifikerfi, markvissu vöruvali og persónulegri þjónustu.  N1 rekur hátt á annað hundrað þjónustustöðvar, sjálfsafgreiðslustöðvar, verkstæði og fyrirtækjaverslanir hringinn í kringum landið.

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1: “N1 fagnar því að vera orðið skráð félag á markaði með stóran og öflugan hóp hluthafa.  Afar góðar viðtökur við útboði á hlutabréfum félagsins eru okkur starfsmönnum félagsins mikil hvatning og tengja okkur enn betur við okkar stóra viðskiptamannahóp út um allt land.  Við hlökkum til að vinna með þessum stóra hópi við að efla félagið enn frekar.”

“Við bjóðum N1 hjartanlega velkomið á markaðinn.” sagði Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland. „Fyrirtækið er frábær viðbót við íslenska hlutabréfamarkaðinn, en aukin fjölbreytni í atvinnugreinum á markaði er afar mikilvæg í uppbyggingu hans. Eftirspurn í nýafstöðnu hlutabréfaútboði er til merkis um áhuga almennings á félaginu, enda er félagið afar nátengt daglegu lífi margra Íslendinga. Við hlökkum til að styðja félagið á nýrri vegferð þess á markaði.“

Íslandsbanki og Arion banki voru umsjónaraðilar með skráningunni og sjá einnig um viðskiptavakt með bréfin.

 

#

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um skuldabréfavörur sem átt er viðskipti með á NFX og afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

 

Um NASDAQ OMX Group

NASDAQ OMX (NASDAQ:NDAQ) er leiðandi þjónustuveitandi á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. NASDAQ OMX gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. NASDAQ OMX er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 80 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. NASDAQ OMX er heimili meira en 3,300 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 7 billjón Bandaríkjdala og yfir 10.000 viðskiptavina að fyrirtækjaþjónustu. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu www.nasdaqomx.com

 

         NASDAQ OMX ICELAND:
          Kristín Jóhannsdóttir
          525 2844/ 868 9836
          kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com
         N1:
          Sverrir Ingi Ármannsson
          440 1035
          ir@n1.is

N1 - MarketSite Towershot

Attachments

2013_1219_N1_listing_Icelandic_final.pdf 2013_1219_N1_listing_Icelandic_final.pdf