Marel breikkar framkvæmdastjórn félagsins


Framkvæmdastjórn Marel hefur verið breikkuð og er nú skipuð fjölbreyttum hópi reynslumikilla yfirmanna úr röðum félagsins. Þessar breytingar styrkja stjórnina í að framkvæma stefnu félagsins og auðvelda henni að ná langtímamarkmiðum sínum.

Nýir liðsmenn framkvæmdastjórnarinnar eru:

Anton de Weerd, yfirmaður iðnaðarseturs kjúklings
Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður iðnaðarseturs fisks
Gerrit den Bok, yfirmaður iðnaðarseturs frekari vinnslu
David Wilson, yfirmaður iðnaðarseturs kjöts
Pétur Guðjónsson, yfirmaður alþjóðlegar sölu- og þjónustu
Paul van Warmerdam, yfirmaður alþjóðlegrar framleiðslu- og aðfangastýringar
Davíð Freyr Oddsson, yfirmaður mannauðsmála

Allir lykiliðnaðir Marel eiga nú fulltrúa í framkvæmdastjórninni sem skerpir á markaðs- og nýsköpunardrifnum áherslum félagsins. Skipan yfirmanns alþjóðlegrar sölu og þjónustu í stjórnina endurspeglar mikilvægi þeirra þátta í starfsemi Marel sem stuðlar að samkeppnisforskoti félagsins á alþjóðavísu.

Yfirmenn alþjóðlegrar framleiðslu- og aðfangastýringar og mannauðsmála eiga nú sæti í stjórninni til að auka rekstarhagkvæmni félagsins. Á næstu mánuðum mun nýr yfirmaður rannsókna og þróunar bætast við sem mun bæta forgangsröðun nýsköpunar í gegnum alla starfsemi félagsins.

Þessir aðilar skipa nú í framkvæmdastjórn Marel ásamt Árna Oddi Þórðarsyni forstjóra, Erik Kaman fjármálastjóra og Sigsteini Grétarssyni aðstoðarforstjóra.

Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel:

“Breikkun framkvæmdastjórnarinnar auðveldar Marel að nýta sér betur þau tækifæri sem markaðurinn býður upp á og styður félagið í að ná langtímamarkmiðum sínum.Þessi breyting leiðir til þess að skipulag Marel verður skilvirkara og gerir okkur kleift að miðla því sem best er gert á milli mismunandi eininga innan Marel. Framkvæmdastjórnin er skipuð reynslumiklum leiðtogum með fjölbreyttan alþjóðlegan bakgrunn og mikla sérþekkingu hver á sínu sviði. Að auki bindumst við Marel sterkum böndum og höfum ástríðu fyrir framtíð félagsins.
 

Frekari upplýsingar veita: 
Linda Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjárstýringar og fjárfestatengsla. s: 563 -8464 og 825-8464
Auðbjörg Ólafsdóttir sérfræðingur í Fjárfestatengslum  s: (+354) 563 8626/ Mobile: (+354) 853 8626.

Nánari upplýsingar um nýja framkvæmdastjórn á www. Marel.com/et