NÝR STARFSMAÐUR VERÐBRÉFASKRÁNINGAR ÍSLANDS


Reykjavík, 7. febrúar, 2014 – Verðbréfaskráning Íslands (NASDAQ OMX) tilkynnir að Þóra Björk Smith hefur verið ráðin til starfa hjá fyrirtækinu.  Þóra Björk mun sinna þróun á þjónustu Verðbréfaskráningar gagnvart reikningsstofnunum, útgefendum og verðbréfasjóðum.  Hún mun vera í forsvari fyrir tveimur markaðshópum sem Verðbréfaskráning ætlar að leiða, vörsluhópi og uppgjörshópi, sem hafa það hlutverk að vera sameiginlegur vettvangur fagaðila um verðbréfauppgjör og verðbréfaumsýslu. Þóra verður staðgengill framkvæmdastjóra. 

Þóra Björk er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands (HÍ) og löggiltur verðbréfamiðlari auk þess stundaði hún nám í þýsku og sögu við háskólann í Freiburg og er með Diploma í alþjóðasamskiptum frá HÍ.  Hún var deildarstjóri í uppgjöri hjá Arion verðbréfavörslu/Verdis, sá um viðskiptatengsl, alþjóðleg samskipti, Swift og almenna þjónustuþróun hjá fyrirtækinu.  Hún hefur 14 ára reynslu í verðbréfaumsýslu bæði hjá Kaupþingi, Verdis og nú síðast Arion banka.  Að undanförnu hefur Þóra sinnt gæðaeftirliti, áhættumati og verkefnastýringu hjá Arion banka.   

Eiginkona Þóru Bjarkar er Ásdís Þórhallsdóttir, leikstjóri og eiga þær tvo syni. 

 

#

 

Um NASDAQ OMX Group

NASDAQ OMX (NASDAQ:NDAQ) er leiðandi þjónustuveitandi á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. NASDAQ OMX gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. NASDAQ OMX er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 80 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. NASDAQ OMX er heimili meira en 3,300 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 7 billjón Bandaríkjdala og yfir 10.000 viðskiptavina að fyrirtækjaþjónustu. NASDAQ OMX Nordic er ekki ekki lögaðili en hugtakið lýsir sameiginlegri þjónustu NASDAQ OMX kauphallanna í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Íslandi. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu www.nasdaqomx.com

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um skuldabréfavörur sem átt er viðskipti með á NFX og afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. 

         Guðrún Blöndal, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands
         540 5501
         gudrun.blondal@nasdaqomx.com

Þóra Björk Smith

Attachments

2014_0128_Nýr starfsmaður VBSI.pdf