Orkuveita Reykjavíkur selur eignarhlut í HS Veitum


Orkuveita Reykjavíkur, ásamt Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélaginu Garði og Sveitarfélaginu Vogum, hefur undirritað samning um sölu á samtals 34,38% hlutafjár í HS Veitum hf. Kaupandi er Ursus I slhf. og nemur kaupverð 3.140 milljónum króna. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Allur hluti Orkuveitu Reykjavíkur, eða 16,58% í félaginu er seldur og nemur söluandvirðið rúmum 1.514 milljónum króna.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annaðist opið söluferli á eignarhlutnum í HS Veitum og hafði milligöngu um viðskiptin.

Samningsaðilar munu ekki tjá sig frekar um viðskiptin meðan að þau eru til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu.