Ársuppgjör 2013


Fréttatilkynning um ársuppgjör Farice fyrir árið 2013.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 6,7 milljónir evra og jókst um 72,4% frá fyrra ári.  Heildartekjur félagsins námu 12,3 milljónum evra og jukust um 20,7% frá fyrra ári. Kostnaður lækkaði um 11,5%.  Handbært fé frá rekstri fór úr 1,3 milljónum evra í 4,3 milljónir evra.

 

Fjármagnskostnaður var 6,3 milljónir evra sem er aukning um 4,1 milljónir evra miðað við árið 2012 sem skýrist  alfarið af styrkingu íslensku krónunnar en helsta lán félagsins er í íslenskum krónum.  Afskriftir voru 7,6 milljónir evra  og tap félagsins 7,2 milljónir evra sem skýrist fyrst og fremst af háum afskriftum og reiknuðum gengisbreytingum.

 

Áfram er gert ráð fyrir bata í rekstri og félagið er í skilum með öll lán.

 

Farice ehf.  er fyrirtæki á sviði gagnaflutninga- og fjarskiptasambanda við útlönd og er hluti af innviðum Íslands og ein af grunnstoðum íslensks samfélags.  Fyrirtækið rekur tvo sæstrengi á milli Íslands og Evrópu og kaupir framhaldssambönd á landi og býr þannig til samskiptakerfi fyrir Ísland sem tengist öðrum  samskiptakerfum í helstu tengistöðvum í Evrópu.

 

Eins og á síðasta ári gekk kerfisrekstur félagsins vel og ekkert rof varð á sambandi Íslands við umheiminn.  Endabúnaður sæstrengja félagsins var endurnýjaður á síðasta ári sem margfaldar flutningsgetu kerfisins og félagið því vel í stakk búið til að mæta þörf fyrir aukna bandvídd gagnavera og almennra notenda.

 

 

Frekari upplýsingar:

Ómar Benediktsson 585 9701


Attachments

Financial Statement 2013.pdf