Aðalfundur Nýherja hf. 14. mars 2014

TILLÖGUR


Tillaga um ráðstöfun jöfnunar taps

Tillaga stjórnar eins og hún kemur fram í áritum á reikninga félagsins:

„Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur út arður til hluthafa árið 2014.  Vísað er til ársreikningsins um jöfnun taps og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.“         

 

Tillaga um stjórnarlaun

Aðalfundur Nýherja hf. haldinn 14. mars 2014 samþykkir að laun stjórnarformanns verði kr. 375.000 á mánuði, stjórnarmanna kr. 125.000 á mánuði.

 

Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55. grein hlutafélagalaga

Aðalfundur Nýherja haldinn 14. mars 2014 samþykkir heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög.  Kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en samningur er gerður.

Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir.

Með samþykkt tillögu þessarar fellur úr gildi sams konar heimild sem samþykkt var á síðasta aðalfundi félagsins.


Heimild til stjórnar um aukningu hlutafjár 

Aðalfundur Nýherja hf. haldinn 14. mars 2014 samþykkir svohljóðandi heimild stjórnar til aukningar hlutafjár, skv. 15.1. gr. í samþykktum félagsins:

Stjórn félagsins er heimilt, sbr. 41. gr. hlutafélagalaga, að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 150 millj. með sölu nýrra hluta til nýrra hluthafa.

Forgangsréttur hluthafa til hlutafjáraukningarinnar fellur niður sbr. 3. mgr. 34. gr. hlutafélagalaga.

Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi bréfanna og sölureglur hverju sinni.  Skal áskrift fara fram samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins og V. kafla hlutafélagalaga.

Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti.  Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar.

Heimild þessa getur stjórn Nýherja nýtt í einu lagi eða áföngum innan þriggja ára frá samþykkt hennar.