Niðurstöður viðbótarútgáfu

Útboð RIKB 16 1013 viðbótarútgáfa


Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 11. mars sl. stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér ekki kaupréttinn í RIKB 20 0205 en nýttu sér kaupréttin í RIKB 16 1013 fyrir 220 m. kr. Selt magn í flokki RIKB 20 0205 nemur því 3.165 m.kr. að nafnvirði og í RIKB 16 1013 nemur 2.820 m.kr. Heildarstærð RIKB 20 0205 eftir útboð er nú 12.373.000.000 kr. að nafnvirði og heildarstærð RIKB 16 1013 er nú 62.023.000.000 kr. að nafnvirði. Uppgjör er 14. mars 2014.