Útboð á verðtryggðum skuldabréfaflokki RIKS 33 0321 í tengslum við losun gjaldeyrishafta


Lánamál ríkisins munu bjóða verðtryggðan flokk ríkisbréfa RIKS 33 0321 í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands sem haldið verður hinn 14. maí 2014.

Vakin er athygli á breytingum á útboðsskilmálum frá síðasta útboði:

  • Heildarfjárhæð tekinna tilboða í ríkisverðbréfaleiðinni takmarkast við ISK 400 milljónir.
  • Útboð samkvæmt ríkisverðbréfaleið og fjárfestingarleið munu hefjast kl. 9:30 og standa til kl. 10:30.
  • Útboð þar sem Seðlabankinn kaupir íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldeyri mun hefjast kl. 10:45 og standa til kl. 11:30.
  • Uppgjör útboðanna þriggja sem fara fram á miðvikudegi að þessu sinni verður föstudaginn 16. maí (t+2).  

Söluverð á flokknum fyrir gjaldeyrisútboðið verður tilkynnt eftir lokun markaða kl. 16:00 þann 12. maí 2014.

   

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson, Lánamálum ríkisins, í síma 569 9633.


Attachments

Útboðsskilmálar RIKS33_14.maí.2014.pdf