CORRECTION: Islandsbanki hf. : Leiðrétting á útgáfulýsingu skuldabréfa, ISLA CB 16, í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands


This is a correction of the announcement from 12:05 14.04.2014 GMT. Reason for
the correction: Tilvísanir í "lýsingu" í fyrirsögn og texta var breytt í
"útgáfulýsingu".


Íslandsbanki er útgefandi skuldabréfa með auðkennið ISLA CB 16 samkvæmt
endanlegum skilmálum dagsettum 18. október 2013. Komið hefur í ljós að skilmálar
skuldabréfanna eru rangt tilgreindir í útgáfulýsingu skuldabréfanna, dags. 17.
október 2013, og því rangt skráðir í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands. Þar er
skilmálum skuldabréfanna lýst þannig í kafla 2.2 að fjöldi gjalddaga séu tveir á
ári, 22. apríl og 22. október fram að lokagjalddaga 22. október 2016.

Í endanlegum skilmálum útgáfunnar (Final Terms), dags. 18. október 2013, kemur
fram að bréfin skuli greiðast að öllu leyti á lokagjalddaga, þann 22. október
2016.

Íslandsbanki mun fara þess á leit við eigendur skuldabréfanna að þeir samþykki
breytingu á skilmálum skuldabréfanna í útgáfulýsingu útgáfunnar í kerfi
Verðbréfaskráningar þannig að þar komi fram að engar afborganir greiðist af
skuldabréfunum fyrr en á lokagjalddaga 22. október 2016.

Nánari upplýsingar veita:

  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma
    440 3187 / 844 3187.

  * Upplýsingafulltrúi - Dögg Hjaltalín, dogg.hjaltalin@islandsbanki.is og í
    síma 440 3925.




[HUG#1777201]