Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013

Vestmannaeyjabær skilar jákvæðum rekstarafgangi sjötta árið í röð, svigrúmið notað til að lækka gjaldskrár enn frekar


Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013 hafa nú verið birtir.  Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyabæjar námu 4.126 m.kr. og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.573 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði var því jákvæð um 553 milljónir.

 

Ásreikningar 2013 bera það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar gengur vel.  Veltufé aðalsjóðs frá rekstri var 661 milljón og veltufé samstæðu var 768 milljónir.

 

Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir og er búinn að greiða niður skuldir og skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5300 milljónir síðan 2006.  Heildar vaxtaberandi skuldir pr. íbúa eru nú innan við 215 þúsund.  Með reglulegum afborgunum upp mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára.

 

Á sama hátt hefur allt kapp verið lagt á að greiða upp skuldbindingar og var stærsta skrefið í því tekið þegar eignir Vestmannaeyjabæjar voru keyptar til baka af Fasteign hf. Skuldahlutfall sveitarfélagsins eins og það er skilgreint í 64 gr. sveitarstjórnarlaga er nú komið í 91,78% hjá A-hlutanum og 95,48% hjá samstæðunni.  Í lok árs var þetta hlutfall 164% hjá A-hluta og 155% hjá samstæðunni.  Hámarkshlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er 150 %.

 

Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 9.599 m.kr. í árslok 2013, þar af var handbært fé upp á 1.997 m.kr.

 

Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 12,02 og eiginfjárhlutfallið er 66,17%.  Veltufjárhlutfall samstæðu er 6,25 og eiginfjárhlutfall þess 58,85%

 

Þessi niðurstaða er bæjarsjórn fyrst og fremst hvattning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á skulda og útgjaldahliðinni.  Vandaður rekstur er það sem helst tryggir öfluga og góða þjónustu.  Í ljósi sterkrar stöðu í ársreikningum og léttari skulda samþykkti bæjarstjórn því eftirfarandi:

 

1. Niðurgreiðsla til dagmæðra verði hækkuð úr 29.750 kr. í 40.000 kr.

2. Niðurgreiðsla til dagmæðra hefjist fyrr og að viðmiðunaraldur lækki úr 15 mánuðum niður í 12 mánuði.

3. Vistunargjald fyrir 8.klst vistun fari úr 25.280 kr. í 23.763. krónur (lækki um 6%).

4. Vistunargjald í Frístundaveri verði lægst viðmiðunarsveitarfélaga eða 14.020.

5. Frítt verði í sund fyrir öll börn bústett í Vestmannaeyjum (að 18 ára aldri).

6. Öldruðum verði áfram auðveldað að búa í eigin húsnæði með niðurfellingu á fasteignarskatti.

Minnt er á að stutt er síðan bæjarstjórn samþykkti að lækka útsvar úr hámarki (14,52%) í 13,98%.

 

 

 

Elliði Vignisson

bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

GSM: 690-1599

ellidi@vestmannaeyjar.is


Attachments

Samstæða A og B hluti 2013.pdf