Islandsbanki hf. : Íslandsbanki lýkur víxlaútboði


Íslandsbanki  hf. lauk  í dag  útboði á  tveimur víxlum  til 5 og 6 mánaða. Hvor
flokkur  getur að  hámarki orðið  1,5 ma. kr.  að nafnvirði. Útboðinu var þannig
háttað  að boðið  var í  magn á  fyrirfram ákveðnu  verði. 5 mánaða  víxillinn á
5,90% flötum  vöxtum (verð: 97,3670) og 6 mánaða víxillinn á 5,95% flötum vöxtum
(verð: 97,0175).

Tilboðum  var  tekið  í  5 mánaða  víxilinn  að  fjárhæð  260 milljónir króna að
nafnvirði  og að fjárhæð 460 milljónir króna  í 6 mánaða víxilinn. Fyrir útboðið
voru útistandandi víxlar Íslandsbanka að fjárhæð 6,92 ma. kr.

Bréfin  voru seld  til breiðs  hóps fjárfesta.  Stefnt er  að töku  víxlanna til
viðskipta í Nasdaq OMX Iceland þann 17. júlí næstkomandi.

Nánari upplýsingar veita:

  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma
    440 3187 / 844 3187.
  * Upplýsingafulltrúi - Dögg Hjaltalín, dogg.hjaltalin@islandsbanki.is og í
    síma 440 3925.


[HUG#1820171]