Standard & Poor’s (S&P) breytir horfum fyrir Tryggingamiðstöðina (TM) í jákvæðar


Standard & Poors (S&P) hefur í dag breytt horfum sínum fyrir Tryggingamiðstöðina (TM) úr stöðugum í jákvæðar. Fjárhagsleg styrkleikaeinkunn félagsins BBB- er jafnframt staðfest en það er sama einkunn og S&P hefur veitt langtímaskuldbindingum íslenska ríkisins. Breyting á horfum fyrir TM er gerð í kjölfar þess að S&P breytti horfum sínum fyrir íslenska ríkið í jákvæðar þann 18. júlí síðast liðinn.

TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá S&P, eitt íslenskra tryggingafélaga.  Matið veitir TM tækifæri til að sækja vátryggingaviðskipti á erlenda markaði og er því mikilvægur liður í vaxtarmöguleikum félagsins.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning S&P um niðurstöður matsins á TM.

Í henni kemur fram að kjarnaeinkunn TM sé BBB en vegna þess hversu stór hluti vátryggingarekstrar og fjárfestinga TM er á íslenskum markaði fylgi horfur félagsins horfum fyrir langtímaskuldbindar íslenska ríkisins.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

S: 515-2609

sigurdur@tm.is


Attachments

RatingsDirect_TM Reseach Update_published 24JUL2014.pdf