Islandsbanki hf. : Skyldum viðskiptavaka með skuldabréf Íslandsbanka aflétt í dag, 28. ágúst


Í framhaldi af ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins þann 28. ágúst 2014 um
verðtryggingu húsnæðislána á Íslandi vill Íslandsbanki koma eftirfarandi á
framfæri:

Ljóst er að útgefendur stærstu skuldabréfaflokka sem skráðir eru í íslensku
kauphöllinni hafa aflétt skyldum af viðskiptavökum um viðskipti með bréf sín í
dag, 28. ágúst 2014.

Ætla má að því geti fylgt veruleg röskun á markaðsaðstæðum og viðskipti með
önnur skuldabréf. Í því ljósi hefur Íslandsbanki ákveðið að tímabundið aflétta
skyldum MP banka sem viðskiptavaka fyrir sértryggð skuldabréf Íslandsbanka í
dag, 28. ágúst 2014.


Nánari upplýsingar veita:
  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma
    440 3187.
  * Upplýsingafulltrúi - Dögg Hjaltalín, dogg.hjaltalin@islandsbanki.is og í
    síma 440 3925.


[HUG#1851782]