Afkoma Reita II ehf. á fyrri árshelmingi 2014


Hagnaður Reita II ehf. á fyrri árshelmingi 2014 nam 63 milljónum króna samanborið við 100 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu nam 598 milljónum króna samanborið við 574 milljónir króna árið áður.

Í lok júní 2014 var eigið fé Reita II 1.235 milljónir króna en það var 72 milljónir króna á sama tíma árið áður. Væntingar stjórnar og stjórnenda eru þær að eigið fé félagsins verði aukið umtalsvert samhliða endurfjármögnun og sölu á nýju hlutafé í móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi.

Lykiltölur:

  • Heildareignir námu 22.417 milljónum króna þann 30. júní 2014.
  • Eigið fé félagsins nam 1.235 milljónum króna á sama tíma.
  • Rekstrartekjur fyrri árshelmings námu 867 milljónum króna samanborið við 832 milljónir króna á sama tímabili árið áður.

Reitir II á og rekur 18 fasteignir á Íslandi og er félagið eitt af 8 dótturfélögum alfarið eigu Reita fasteignafélags. Upplýsingar um afkomu móðurfélagsins, Reita fasteignafélags, má finna á www.reitir.is.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson fjármálastjóri í síma 575 9000 eða 669 4416 (einar@reitir.is).


Attachments

2014-08-29  Afkoma Reita II á fyrri árshelmingi 2014.pdf Reitir II árshlutareikningur 30.06.2014 undirritaður.pdf