NASDAQ OMX Iceland verður Nasdaq Iceland


NASDAQ  OMX Group tekur upp vörumerkið Nasdaq til að endurspegla betur alþjóðlega starfsemi samstæðunnar. Í takt við þessar breytingar mun kauphallarstarfsemin á Íslandi fá nýtt vörumerki, Nasdaq Iceland.

Síðustu 11 ár hefur Nasdaq fært sig frá því að vera hlutafélag í einkaeigu sem rak eina hlutabréfakauphöll í Bandaríkjunum yfir í það að verða fyrirtæki sem knýr áfram ein af hverjum tíu verðbréfaviðskiptum sem framkvæmd eru á heimsvísu. Nasdaq hefur þróast yfir í fyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu um allan heim og er með sterkar rætur á heimamörkuðum sínum. Samstæðan starfar á fjórum sviðum; Trade (viðskipti), Tech (tækni), Intel (markaðsgögn og vísitölur) og List (skráningar).

Nasdaq er í fremsta flokki á sínu sviði,  á og rekur 24 kauphallir og 5 verðbréfaskráningar í Evrópu og Norður-Ameríku. Á Nasdaq eru yfir 3.400 fyrirtæki skráð að markaðsvirði meira en 8,5 milljarðar Bandaríkjadala. Tækni Nasdaq samstæðunnar er notuð á meira en 80 mörkuðum í 50 löndum. Samstæðan þjónar u.þ.b. 10.000 viðskiptavinum í yfir 60 löndum, sem nota þjónustu á sviði tækni, upplýsinga og greiningar.

Þessi umbreyting á starfsemi er aðalástæða þess að nýja vörumerkið Nasdaq er tekið upp fyrir samstæðuna  í heild sinni og Nasdaq Iceland fyrir Kauphöllina.

„Það er Kauphöllinni mikill ávinningur að vera hluti af Nasdaq samstæðunni ”, segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. “ Fyrir utan almenna hagkvæmni þess að vera hluti af stærri heild þegar kemur að  tæknilegri þróun, þá gerir það okkur einnig  kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fyrsta flokks þjónustu Nasdaq, bæði hvað varðar viðskipti og skráningu“.

Lagalegt heiti á félaginu sem rekur íslensku kauphöllina verður óbreytt og mun því áfram vera NASDAQ OMX Iceland hf. Vísitölur og gögn munu einnig áfram halda OMX í heiti sínu að sinni.

#

 

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi sem hann kynni að sækja. 

         Kristín Jóhannsd
         kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com
         525 2844

Nasdaq logo nýtt