Islandsbanki hf. : Íslandsbanki fær jákvæðar horfur frá S&P


Standard & Poor's hefur endurskoðað horfur Íslandsbanka úr stöðugum í
jákvæðar og staðfest lánshæfismat bankans sem er BB+/B.

S&P segir jákvæðar horfur Íslandsbanka endurspegla jákvæðar horfur á íslenska
ríkið og skoðun þeirra á að bankakerfið  sé að þróast til betri vegar.  Þann
18. júlí 2014 breyttu þeir horfum sínum á íslenska ríkið í jákvæðar vegna aukins
hagvaxtar og lækkun ríkisskulda.

Fyrirtækið býst við því að gæði eignasafns bankans fari batnandi á næstu tveimur
árum og að bankinn nái að minnka áhættu tengda fasteignum og hlutabréfum á
 efnahagsreikningi sínum.

S&P vekur líka athygli á því að vegna stærðar eiginfjárgrunns bankans gæti það
verið honum í hag ef S&P myndi hækka lánshæfismat ríkisins og lækka áhættumat
tengt efnahagslegu ójafnvægi í bankakerfinu.


Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka:

"Þessi niðurstaða er í takti við væntingar okkar í ljósi breytinga á horfum
íslenska ríkisins síðastliðið sumar. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á
þeim árangri sem hefur náðst, bæði í íslensku efnahagslífi sem og í
endurskipulagningu lánasafns bankans. Þetta mun vonandi hafa jákvæð áhrif á
aðgengi okkar að erlendu fjármagni sem gerir okkur kleift að þjónusta
viðskiptavini okkar enn betur."



Nánari upplýsingar veita:

  * Fjárfestatengill - Guðbjörg Birna Björnsdóttir,
    gudbjorg.bjornsdottir@islandsbanki.is og í síma 440 4752.
  * Upplýsingafulltrúi - Guðný Helga Herbertsdóttir,
    gudny.herbertsdottir@islandsbanki.is og í síma 440 3678.


[HUG#1862944]