Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs september 2014


Vanskil fara enn minnkandi

Í september á þessu ári voru 2.742 heimili i í vanskilum við Íbúðalánasjóð að meðtöldum lánum í frystingu. Á sama tíma á síðasta ári var sambærilegur fjöldi heimila 4.230 og fer heimilum í vanskilum því jafnt og þétt fækkandi. Undirliggjandi lánavirði vanskila fer einnig minnkandi því í september þetta árið er hlutfall lánavirðis í vanskilum einstaklinga 8,64% af heildarlánum sjóðsins, en var 12.26% á sama tíma í fyrra.  

297 fullnustueignir hafa bæst í eignasafn Íbúðalánasjóðs frá áramótum, en á sama tíma hefur sjóðurinn selt 862 eignir, þar af 43 eignir í septembermánuði.

Þetta og fleira kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir september 2014 sem nú er aðgengileg á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. 


Attachments

manadarskyrsla september 2014.pdf