HB Grandi hf. – Viðræður um sölu á eignarhlut í Stofnfiski hf.


HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við ákveðinn fjárfesti um hugsanlega sölu á eignarhluta félagsins í Stofnfiski hf.

Stofnfiskur hf. er stærsti framleiðandi á Íslandi á laxahrognum og er fyrirtækið auk þess leiðandi í kynbótarannsóknum fyrir fiskeldi.

Eignarhlutur HB Granda hf. í Stofnfiski hf. nemur 64,94% af hlutafé félagsins og var bókfært verð eignarhlutarins, samkvæmt ársreikningi HB Granda vegna ársins 2013, skráð 7,1 milljónir evra í árslok 2013.

Ekki er hægt að áætla á þessum tímapunkti hversu lengi viðræður munu standa yfir en viðræðurnar eru bundnar nokkrum skilyrðum og fyrirvörum. Félagið mun veita frekari upplýsingar eftir því sem viðræðum vindur fram.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Vilhjálmur Vilhjálmsson,

forstjóri HB Granda,

sími: 858 1007