Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör


Afkoma Sjóvár á þriðja ársfjórðungi 2014

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir þriðja ársfjórðung var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 18. nóvember 2014. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Afkoma fyrstu níu mánuði 2014

Afkoma

  • Hagnaður af rekstri Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 var 415 m.kr (0,26 kr. á hlut) samanborið við 1.693 m.kr. hagnað á sama tíma árið áður (1,06 kr. á hlut)
  • Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 862 m.kr. (2.463 m.kr. 9M 2013)
  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 962 m.kr. (1.540 m.kr. 9M 2013)
  • Tap af fjárfestingarstarfsemi nam 452 m.kr. (583 m.kr. hagnaður 9 M 2013)

Hlutföll

  • Samsett hlutfall samstæðunnar var 96,5% (92,6% 9M 2013)
  • Tjónahlutfall var 70,2% (64,6% 9M 2013)
  • Kostnaðarhlutfall var 24,5% (23,3% 9M 2013)
  • Endurtryggingahlutfall var 1,8% (4,6% 9M 2013)

Efnahagur

  • Eigið fé nam 17.196 m.kr. samanborið við 16.781 m.kr. um áramót
  • Fjárfestingareignir námu 31.199 m.kr. samanborið við 30.010 m.kr. um áramót
  • Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 39,0% en var 39,3% í upphafi árs
  • Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 3,3%
  • Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 5,78 í lok fjórðungsins

 

Afkoma Sjóvár á þriðja ársfjórðungi 2014

Afkoma

  • Hagnaður af rekstri Sjóvár á þriðja ársfjórðungi 2014 var 210 m.kr. (0,13 kr. á hlut) samanborið við 851 m.kr. hagnað á sama tíma árið áður (0,53 kr. á hlut)
  • Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 376 m.kr. en (1.204 m.kr. 3F 2013)
  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 171 m.kr. (449 m.kr. 3F 2013)
  • Hagnaður af fjárfestingastarfsemi nam 87 m.kr. (640 m.kr.hagnaður á 3F 2013)

Hlutföll

  • Samsett hlutfall samstæðunnar var 101,3% (93,2% 3F 2013)
  • Tjónahlutfall var 82,4% (64,9% 3F 2013)
  • Kostnaðarhlutfall var 22,5% (20,9% 3F 2013)
  • Endurtryggingahlutfall var -3,6% (7,4% 3F 2013)

 

Hermann Björnsson, forstjóri

„Vátryggingarekstur gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins. Í skráningarlýsingu frá í vor voru settar fram horfur um afkomu ársins 2014. Þar var gert ráð fyrir að raunvöxtur yrði í iðgjöldum, að samsett hlutfall yrði á bilinu 94-96% og að hagnaður fyrir skatta og afskriftir óefnislegra eigna yrði á bilinu 2,7 til 3,3 milljarðar króna. Útlit er fyrir að horfurnar um samsett hlutfall og raunvöxt iðgjalda standist en afkoma fjárfestinga veldur því að hagnaður sá sem reiknað var með í lýsingu mun ekki nást.

Á þriðja ársfjórðungi hækka einstök stærri tjón tjónahlutfallið en slík einstök tjón eru innan eðlilegra sveiflna á vátryggingamarkaði. Enn sem komið er merkjum við ekki aukna tjónatíðni almennt, þó reikna megi með slíkri þróun á næstu misserum. Rekstrarkostnaður hækkaði á árinu vegna skráningarkostnaðar, aukinna sölulauna og markaðskostnaðar en 3,1% raunvöxtur eigin iðgjalda ásamt hagræðingaraðgerðum hefur leitt af sér lækkun kostnaðarhlutfalls milli fjórðunga eins og gert var ráð fyrir“ segir Hermann.

Kynningarfundur

Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi þann 19. nóvember kl. 8:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Sjóvár í Kringlunni 5 en þar mun Hermann Björnsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.


Attachments

Sjóvá Árshlutareikningur 30.09.2014.pdf Sjóva Fréttatilkynning - Afkoma 9M 2014.pdf