YFIRLIT EFTIRLITSMÁLA NASDAQ ICELAND 2015


Reykjavík, 21. janúar, 2015Nasdaq Iceland ("Kauphöllin") tekur árlega saman yfirlit eftirlitsmála. Kauphöllin afgreiddi samtals 89 mál á síðasta ári, þar af var 15 málum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME) til frekari skoðunar. Tveimur málum var vísað til Viðurlaganefndar Kauphallarinnar til frekari meðferðar. Öðru málinu var lokið án aðgerða en hitt málið verður tekið fyrir í ársbyrjun 2015.

Af málunum 89 afgreiddi Kauphöllin 66 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf  félaga á markaði ("upplýsingarskyldueftirlit") en 23 mál sem lutu að viðskiptum með verðbréf ("viðskiptaeftirlit"). 

Í upplýsingaskyldueftirliti voru 24 mál afgreidd með athugasemd og átta málum lokið með óopinberri áminningu. Ekkert mál var afgreitt með opinberri áminningu.  Tveimur málum var vísað til FME til frekari skoðunar. Alls voru 32 málum lokið án aðgerða.

Af þeim  málum sem lutu að viðskiptum með verðbréf var eitt mál afgreitt með athugasemd.  Engin mál voru afgreidd með áminningu. Þrettán málum var vísað til FME til frekari skoðunar. Níu málum var lokið án aðgerða.

Í meðfylgjandi töflu eru helstu niðurstöður dregnar saman, ásamt samanburði við fyrri ár.

  2012 2013 2014  
Athugasemd 21 14 25  
Óopinber áminning 1 1 8  
Ábending til FME 21 18 15  
Engar aðgerðir 26 29 41  
Alls mál afgreidd 69 62 89  

Athugasemdir teljast ekki til viðurlaga og fela ekki í sér að reglur hafi verið brotnar.  Markmiðið með veitingu athugasemda er að veita leiðbeiningar og afstýra þannig mögulegum eftirlitsmálum í framtíðinni.  Þannig hefur orðið ákveðin breyting á meðferð viðurlagahugtaka frá fyrri árum, en áður voru athugasemdir veittar vegna brota á reglum sem voru talin minniháttar. Frá og með árinu 2014 hafa slík brot leitt til óopinberra áminninga.

Einnig má vekja athygli á ársskýrslu eftirlitssviða Nasdaq Nordic, sem inniheldur ýmsar upplýsingar um störf eftirlitsins, tölfræði, túlkanir og ýmislegt annað. Eldri skýrslur má finna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.nasdaqomx.com/listing/europe/surveillance/reports/

 

#

Um Nasdaq

Nasdaq  (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,400 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 8,5 billjón Bandaríkjadala. Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland, Nasdaq Riga, Nasdaq Stockholm, Nasdaq Tallin, Nasdaq Vilnius, Nasdaq Clearing og Nasdaq Broker Services eru vörumerkin fyrir Nasdaq OMX Copenhagen A/S, Nasdaq OMX Helsinki Ltd., Nasdaq OMX Iceland hf., Nasdaq OMX Riga, AS, Nasdaq OMX Stockholm AB, Nasdaq OMX Tallinn AS, Nasdaq OMX Vilnius, Nasdaq OMX Clearing AB, Nasdaq OMX Broker Services AB. Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Nasdaq Baltic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Tallinn, Nasdaq Riga og Nasdaq Vilnius. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu www.nasdaqomx.com

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. 

 

 

         Kristín Jóhanns
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         s: 525 2844 / 868 9836


Attachments

2015_0121_yfirlit eftirlitsmála.pdf