NASDAQ NORDIC KYNNIR “COMPANY FACT SHEET” ÞJÓNUSTU Á VEGUM MORNINGSTAR

Aukin vitund fjárfesta um smá og meðalstór fyrirtæki á markaði


Reykjavík, 25. febrúar, 2015 — Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir að greiningarfyrirtækið Morningstar sem er leiðandi í óháðum markaðsgreiningum, hafi verið valið til að bjóða upp á “Company Fact Sheet” þjónustu fyrir skráð fyrirtæki á Nasdaq á Norðurlöndunum* og í Eystrasaltsríkjunum**. Með þjónustunni fá fjárfestar aðgang að lykilupplýsingum fyrir meira en 800 fyrirtæki sem skráð eru á aðalmörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Þjónustan “Company Fact Sheet” verður aðgengileg til niðurhals á vefsíðum Nasdaq Nordic og Eystrasaltsríkjanna. Þjónustan er ókeypis og mun Morningstar uppfæra gögnin daglega. Um er að ræða tveggja síðna yfirlit fyrir hvert skráð félag sem mun innihalda upplýsingar um meira en 100 undirstöðuatriði, þar á meðal fjárhagsupplýsingar og frammistöðugreiningu.

“Nýja Company Fact Sheet þjónustan eru svar við aukinni eftirspurn á meðal almennra fjárfesta eftir upplýsingum um skráðu fyrirtækin okkar sem hægt er að nálgast með skjótum og auðveldum hætti, “ sagði Adam Kostyál,  Senior Vice President og yfirmaður skráninga hjá Nasdaq. „Í takt við áherslur í samnorrænu verkefni okkar um aukinn kraft í nýskráningar, þá er markmiðið að styrkja verðbréfamarkaðinn fyrir skráð fyrirtæki með því að bjóða fjárfestum upp á tól til að taka upplýstari fjárfestingarákvarðanir.

“Gæða markaðsgögn eru aðalsmerki þjónustu okkar við fjárfesta,” sagði Peter Meyer, forstjóri Morningstar Nordic og Morningstar Denmark. “Við erum ánægð með að 30 ára reynsla okkar við gerð markaðsgagna nýtist vefnotendum Nasdaq. Skjótur aðgangur að lykilupplýsingum um hlutabréf hjálpar fjárfestum að taka upplýstari og betri ákvarðanir þegar þeir hugleiða fjárfestingartækifæri á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.”

* Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm

**Nasdaq Riga, Nasdaq Tallinn og Nasdaq Vilnius


#

Um Nasdaq

Nasdaq  (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,500 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 9.1 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://nasdaq.com/ambition eða http://business.nasdaq.com.

About Morningstar, Inc.

Morningstar, Inc. is a leading provider of independent investment research in North America, Europe, Australia, and Asia. The company offers an extensive line of products and services for individual investors, financial advisers, asset managers, and retirement plan providers and sponsors. Morningstar provides data on approximately 479,000 investment offerings, including stocks, mutual funds, and similar vehicles, along with real-time global market data on more than 13 million equities, indexes, futures, options, commodities, and precious metals, in addition to foreign exchange and Treasury markets. Morningstar also offers investment management services through its investment advisory subsidiaries and had approximately USD $169 billion in assets under advisement and management as of September 30, 2014. The company has operations in 27 countries.

About Morningstar Fundamental Equity Data and Research
Morningstar provides fundamental equity data and research solutions to companies worldwide.  The company provides quantitative research on more than 35,000 listed stocks including full quantitative equity coverage of the Nordic and Baltic markets and including all mid- and small cap companies.  In addition, more than 120 Morningstar equity analysts provide coverage on approximately 1,500 listed stocks worldwide, including approximately 250 companies listed on European exchanges.

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvistir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í árssuþætskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland, Nasdaq Riga, Nasdaq Stockholm, Nasdaq Tallin, Nasdaq Vilnius, Nasdaq Clearing og Nasdaq Broker Services eru vörumerkin fyrir Nasdaq OMX Copenhagen A/S, Nasdaq OMX Helsinki Ltd., Nasdaq OMX Iceland hf., Nasdaq OMX Riga, AS, Nasdaq OMX Stockholm AB, Nasdaq OMX Tallinn AS, Nasdaq OMX Vilnius, Nasdaq OMX Clearing AB, Nasdaq OMX Broker Services AB. Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Nasdaq Baltic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Tallinn, Nasdaq Riga og Nasdaq Vilnius.

 

         Fjölmiðlar:
         
         Kristín Jóhannsdóttir
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com
         25 2844/ 868 9836


Attachments

2015_0225_CompanyFactSheet_Iceland.pdf