Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 12. mars 2015.

Endanlegar tillögur og ályktanir.


Samkvæmt samþykktum Tryggingamiðstöðvarinnar hf. skal a.m.k. þremur dögum fyrir hluthafafund birta upplýsingar um þær tillögur og ályktanir sem lagðar verða fyrir fundinn og eftir atvikum endurskoðaða dagskrá fundarins.  Engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests þar um sem var 2. mars sl.

Eru endanlegar tillögur og ályktanir vegna aðalfundar TM 2015 því óbreyttar frá fyrri tilkynningu félagsins 19. febrúar sl. að öðru leyti en því að þá var endurkaupaáætlun ekki að fullu lokið.  Á þeim tíma lágu því ekki fyrir upplýsingar um endanlegan fjölda útistandandi hluta sem farið væri með atkvæði fyrir á fundinum og þar með ekki hver yrði endanleg tillaga um lækkun hlutafjár eða hver sú fjárhæð yrði sem endurkaupaáætlun næsta árs skyldi miðast við.

Endurkaupaáætlun félagsins, sem samþykkt var á aðalfundi í mars 2014, lauk 20. febrúar sl.  Félagið á sjálft nú 21.000.000 hluti og eru útstandandi hlutir sem farið er með atkvæði fyrir því 739.393.888.

Þá bætist við tillögu um ákvörðun um þóknun stjórnar nýr lokamálsliður varðandi þóknun fyrir setu í undirnefndum stjórnar sem féll niður í fyrri tilkynningu félagsins. 

Endanlegar tillögur og ályktanir fyrir aðalfund TM 2015 í heild sinni er að finna í meðfylgjandi viðhengi.


Attachments

Aðalfundur TM - 150312 - tillögur birtar 4.3.2015.docx