N1 hf : Niðurstöður aðalfundar


Aðalfundur N1 hf. var haldinn þann 23. mars 2015 klukkan 16:30 að Dalvegi.
Allar tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða en þær voru eftirfarandi:

1. Fundurinn samþykkti ársreikning stjórnar fyrir árið 2014.

2. Samþykkt var að arður yrði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 840.000.000,- vegna rekstrarársins 2014 eða kr. 1,2 fyrir hverja krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður greiddur til hluthafa 8. apríl 2015. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 23. mars 2015 og arðleysisdagur því 24. mars 2015. Arðsréttindadagur er 25. mars 2015, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá N1 hf. hjá verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 25. mars 2015.

3. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins:

Aðalmenn:
Helgi Magnússon, kennitala: 140149-4119
Jón Sigurðsson, kennitala: 180378-4219
Kristín Guðmundsdóttir, kennitala: 270853-7149
Margrét Guðmundsdóttir, kennitala: 160154-2419
Þórarinn V. Þórarinsson, kennitala: 250654-2869

Á stjórnarfundi sem haldinn var í kjölfar fundarins var Margrét Guðmundsdóttir endurkjörin sem formaður stjórnar og Helgi Magnússon endurkjörinn sem varaformaður stjórnar.

4. Endurskoðunarfirmað Ernst & Young var kjörið til að vera áframhaldandi endurskoðandi félagsins fyrir rekstrarárið 2015.

5. Samþykkt var að þóknun stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar, auk greiðslur til endurskoðanda verði með eftirfarandi hætti:

            Stjórnarformaður fái kr. 580.000 á mánuði.

            Varaformaður stjórnar fái kr. 435.000 á mánuði.

            Aðrir stjórnarmenn fái kr. 290.000 á mánuði.

            Fulltrúar í starfskjaranefnd fái kr. 30.000 á mánuði og formaður tvöfalda þá þóknun.

            Fulltrúar í endurskoðunarnefnd fái kr. 60.000 á mánuði og formaður kr. 100.000 á mánuði.

            Greiðslur til endurskoðenda skulu vera samkvæmt reikningi.

6. Samþykkt var að starfskjarastefna frá fyrra ári verði óbreytt (sjá viðhengi).

7. Samþykkt var eftirfarandi tillaga um lækkun hlutafjár:

             

            "Aðalfundur N1 hf. haldinn mánudaginn 23. mars 2015 samþykkir að færa niður hlutfé félagsins um kr. 230.000.000 að nafnverði, og að auki yfirverðsreikning hlutafjár um kr. 2.729.048.257, eða samtals um kr. 2.959.048.257, og verði fjárhæðin greidd út til hluthafa félagsins hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags 8. maí 2015, ef lögboðnar forsendur liggja fyrir útgreiðslunni eftir samþykkt tillögunnar á þeim tíma, en ellegar við fyrsta mögulega tímamark þar eftir að lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni hafa verið uppfylltar."

8. Samþykkt var tillaga Gildis lífeyrissjóðs um að við 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. samþykkta félagsins bætist eftirfarandi orð:

             

            "...og skal slíkrar heimildar þá getið í sérstökum viðauka við samþykktir þessar og skal viðaukinn vera hluti af samþykktum þann tíma sem heimildin er í gildi."

             

9. Samþykkt var breytingartillaga Gildis lífeyrissjóðs við tillögu stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum. Samþykkt tillaga hljóðar því með eftirfarandi hætti:

"Félaginu er heimilt að kaupa eigin hluti sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í samræmi við 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og regluverða sem settar eru á grundvelli 118. og 131. gr. sömu laga. Heimild þessi gildir í 18 mánuði frá samþykkt hennar."


Attachments

Samþykktir N1 hf. 23. mars 2015