Breyting á aðferðarfræði skuldabréfavísitalna Nasdaq Iceland með fastan líftíma


Nasdaq Iceland* (Kauphöllin) hefur breytt aðferðarfræði fyrir skuldabréfavísitölur sínar með fastan líftíma. Breytingin snýr að 1 árs og 3ja mánaða óverðtryggðu vísitölunum, en frá og með apríl 2015 mun Kauphöllin byrja að notast við verðupplýsingar fyrir ríkisvíxla úr útboðum Lánamála ríkisins til viðbótar við verð af eftirmarkaði. Þetta er gert þar sem ónógar verðupplýsingar eru til staðar á eftirmarkaði fyrir ríkisvíxla til að byggja vísitölurnar á. Notkun verðupplýsinga úr útboðum nær eingöngu til ríkisvíxla og því koma allar verðupplýsingar fyrir önnur bréf af eftirmarkaði.

Uppfærða aðferðarfræði má finna í viðhengi og á heimasíðu Nasdaq hér: http://www.nasdaqomx.com/transactions/trading/fixedincome/fixedincome/iceland

 

* Nasdaq Iceland er vörumerkið fyrir NASDAQ OMX Iceland hf.


Attachments

Nasdaq Bond Indices 01 April 2015.pdf