CORRECTION: VÍS - Niðurstöður aðalfundar og ársskýrsla félagsins


Meðfylgjandi er leiðrétt ársskýrsla þar sem fram koma sundurliðaðar upplýsingar um launakjör yfirstjórnar. Auk þess er búið að fjarlægja tvo aukaliði úr rekstrarreikningi á bls. 48 sem var ofaukið.

_______________

 

Á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands sem haldinn var í dag var samþykkt tillaga stjórnar um að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 1,03 á hlut fyrir árið 2014. Þá var sjálfkjörið í nýja stjórn VÍS.

Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um 2.500 milljónir króna. Arðsákvörðunardagur er 12. mars 2015 sem þýðir að skráðir hluthafar í lok dags 16. mars 2015 (arðsréttindadagur) eiga rétt á arðgreiðslu. Arðleysisdagur er því 13. mars 2015 sem er fyrsti viðskiptadagur eftir arðsákvörðunardag og útborgunardagur er 9. apríl 2015.

Aðalfundur heimilaði stjórn félagsins að kaupa á næstu 18 mánuðum hluti í félaginu, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum fullnægðum, allt að 10% af hlutafé þess.

Aðalfundur samþykkti einnig að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.502.757.040 að nafnverði í kr. 2.438.480.516 að nafnverði, og að eigin hlutum félagsins að nafnverði kr. 64.276.524 sé þannig eytt.

Stjórn VÍS skipa:

Aðalstjórn

Ásta Dís Óladóttir

Bjarni Brynjólfsson

Guðrún Þorgeirsdóttir

Helga Jónsdóttir

Steinar Þór Guðgeirsson

 

Varastjórn

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir

Davíð Harðarson

 

Ný stjórn hélt stjórnarfund eftir aðalfundinn og skipti með sér verkum. Guðrún Þorgeirsdóttir var kjörin formaður stjórnar og Ásta Dís Óladóttir varaformaður. Í endurskoðunarnefnd voru kjörin Vignir Rafn Gíslason, Helga Jónsdóttir og Bjarni Brynjólfsson. Í starfskjaranefnd voru kjörin Ásta Dís Óladóttir, Helga Jónsdóttir og Bjarni Brynjólfsson.


Attachments

Ársskýrsla VÍS. 2014.pdf